Þann 26. apríl er akkúrat 5 ár síðan ég sendi út minn fyrsta útvarpsþátt. Það var föstudaginn 26. apríl 2013 kl 13 sem þátturinn ”Eru ekki allir í stuði” fór í loftið. Sá þáttur varð ekki langlífur því viku síðar startaði ég þættinum ”Frjálsar Hendur Andra” og var sá þáttur alla virka daga á Trölla um nokkurt skeið.

Það er því sönn ánægja að tilkynna það hér og nú að á mánudaginn 30 apríl kl. 13 mun hefjast nýr þáttur á Trölla. Sá þáttur hefur fengið nafnið ”Undralandið” og mun sami stjórnandi spila sömu lögin og röfla sama bullið á sömu útvarpsstöðinni.

Endilega stilltu þig inn á Trölla á mánudaginn og höfum gaman.