Advertisement

Mánuður: maí 2018

Kjörsókn betri en í síðustu kosningum

Klukkan 17.00 höfðu um 60% kjörgengra kjósenda nýtt atkvæði sitt í Fjallabyggð. Að sögn formanns yfirkjörstjórnar er það heldur betri kjörsókn en í síðustu kosningum. Á Siglufirði er kosið í Ráðhúsinu og á Ólafsfirði í Menntaskólanum á Tröllaskaga.   Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir  ...

Lesa meira

Rölt á kosningaskrifstofurnar, í máli og myndum

Fréttaritarar Trölla.is skelltu sér á kosningaskrifstofu rölt föstudaginn 25. maí. Það var líflegt hjá öllum framboðum, margt um manninn og mikil undirbúningsvinna í gangi fyrir komandi kosningadag. Við komum fyrst við hjá H-listanum sem bauð gestum sínum upp á hamborgara, pylsur og annað meðlæti. Síðan var rölt til I-listans sem var með lambakjöt á grillinu og með því var allskonar meðlæti. Að lokum var komið við hjá D-listanum sem var með lifandi tónlist, snakk og allskonar drykki á boðstólunum. Það var virkilega gaman að koma við hjá öllum framboðunum, hafa þau á sínum snærum efnilega frambjóðendur sem eru tilbúir að vinna fyrir Fjallabyggð hörðum höndum...

Lesa meira

Bauð sig fram á báðum listum og var formamaður kjörnefndar

Síðasti fundur hreppsnefndar Hvanneyrahrepps var haldinn miðvikudaginn 28. maí 1919. þar var einkum rætt um undirbúning væntanlegra bæjarstjórnakosninga þann 7. júní 1919, fyrstu bæjarstjórnarkosninga á Siglufirði. Það var aðalverkefni þessar fundar hreppsnefndarinnar að undirbúa bæjarstjórnarkosningarnar, en í kjörstjórn höfðu verið skipaðir þrír af hreppsnefndarmönnum, þeir séra Bjarni Þorsteinsson formaður kjörnefndar, Jón Guðmundsson og Halldór Jónsson. Tveir flokkar buðu fram, A-listi og B-listi. A-listinn var kenndur við kaupmenn og útgerðarmenn, B-listinn við verkamenn. Á listunum voru eftirfarandi. A-listi Helgi Hafliðason Sigurður Kristjánsson Guðm.T. Hallgrímsson Sr. Bjarni Þorsteinsson Jón Guðmundsson Stefán Sveinsson B-listi Sr. Bjarni Þorsteinsson Flóvent Jóhannsson Friðbjörn Níelsson Hannes...

Lesa meira

Öryrkjum og eldri borgurum mismunað

Undanfarnar vikur hef ég verið að fara ofan í saumana á afslætti fasteignagjalda á nokkrum stöðum á landinu til öryrkja og eldri borgara. Það sem vekur mikla undrun mína er af hverju eru ekki sömu reglur um þennan málaflokk, sama hvar á landinu fólk býr. En því fer víðsfjarri, hér í Fjallabyggð erum við virkilega aftarlega á merinni og hreinlega förum illa með þá sem minnst mega sín varðandi þennan málaflokk. Á opnum framboðsfundi sem FM Trölli hélt þriðjudaginn 22. maí með fulltrúum flokkana þá lagði ég spurningu fram um hvað ætti að gera varðandi þennan málaflokk. Allir frambjóðendur...

Lesa meira

Hlustaðu á FM Trölla

Vefmyndavélar

Veðrið núna

Safn

Dagatal

maí 2018
S M Þ M F F L
« apr    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031