Advertisement

Dagur: 13. maí, 2018

Mæðradagurinn

Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. Dagurinn á sér þó ekki einn alþjóðlegan mánaðardag eða mánuð en oftast er haldið upp á hann í mars, apríl eða maí. Algengast er að þjóðir láti hann bera upp á annan sunnudag maímánaðar (8 – 14. maí) ár hvert. Þannig er það til dæmis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það er þó ekki algilt. Í Noregi er mæðradagurinn til dæmis haldinn annan sunnudag í febrúar, á Bretlandi og Írlandi er hann fjórði sunnudagur í lönguföstu, í Arabalöndum er hann haldinn á jafndægri á vori (21....

Lesa meira

Nanna Franklín 102 ára

Í gær, varð Hallfríður Nanna Franklínsdóttir eða Nanna Franklín eins og Siglfirðingar jafnan nefna hana, 102 ára gömul. Hún fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Nanna Franklínsdóttir dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði Nanna hefur ætíð verið létt í lund, fylgist grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. Hún hefur svo sannarlega húmorinn á réttum stað og sagði Steingrímur Kristinsson einn góðan af henni þegar var haldið upp á 100 ára afmæðið hennar fyrir tveimur árum. Þegar aldur Nönnu barst í tal þá nefndi Steingrímur að það væru einungis 18 ár þar til hann næði þessum stóráfanga....

Lesa meira

Vínilvinir

Síðan um miðjan vetur hafa vínilvinir hist mánaðarlega hjá Þórarni Hannessyni í Ljóðasetrinu til að hlusta á LP plötur, spjalla um tónlist og drekka kaffi. Þetta hafa verið hinar bestu samkomur að mati þátttakanda sem allir eru, með einni undantekningu, á langbesta aldri og flestir lifað og hrærst í tónlistinni í áratugi, eða eins og Kalli Guðmunds orðaði það eftir síðasta fundinn “þessir gestir eru með þekkingu á við þrjú elliheimili”. Síðasti fundurinn þetta vorið var einmitt haldinn heima hjá Kalla og þar er ekki í kot vísað með græjurnar. Sérmagnari fyrir vínil o.s. frv. Allt í fullri alvöru...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Hlustaðu á FM Trölla

Vefmyndavélar

Veðrið núna

Safn

Dagatal

maí 2018
S M Þ M F F L
« apr    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031