Advertisement

Dagur: 2. júlí, 2018

Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal

Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið í júní sl. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn, að því er fram kemur á facebook síðu bjórhátíðarinnar.   Mikil matarveisla Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrr ár voru heimagerðar Bratwurzt pylsur...

Lesa meira

Sjómennska, fiskvinnsla og mannlíf í Ólafsfirði á ljósmyndasýningu Svavars Berg í Pálshúsi

Um 80 ljósmyndir úr safni Svavars Berg Magnússonar verða til sýnis í Pálshúsi í Ólafsfirði. Sömuleiðis listilega gerð líkön af skipum og bátum sem Magnús Gamalíelsson gerði út frá Ólafsfirði sínum tíma og margvíslegir munir tengdir útgerðarsögu fyrirtækis Magnúsar og fjölskyldu hans. Sýningin verður opnuð formlega í Pálshúsi á laugardaginn kemur, 7. júlí, kl. 15. Annars er opið þar daglega kl. 11-17 í sumar og ókeypis aðgangur að ljósmyndasýningunni. Áhugaljósmyndarinn Svavar Berg er sonur hjónanna Magnúsar Gamalíelssonar og Guðfinnu Pálsdóttur. Í safni hans eru um 55.000 ljósmyndir og frá því hefur verið gengið að Minjasafnið á Akureyri fái safnið...

Lesa meira

Tónaflóð – fjölskyldufyrirtæki

Hjónin Smári Valtýr Sæbjörnsson matreiðslumaður og Selma Hrönn Maríudóttir rafeindavirki, vefráðgjafi og vefhönnuður, fluttu til Siglufjarðar í ágústmánuði fyrir tæpu ári síðan. Selma Hrönn og Smári Valtýr reka fjölskyldufyrirtækið Tónaflóð, tonaflod.is, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989. Tónaflóð var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu og tók svo síðar stefnuna í átt að vefsíðugerð. Vefsíðugerðin hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1996 og er fyrirtækið með elstu veffyrirtækjum landsins.  Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá. Þau hafa m.a. smíðað viðbót við Word Press vefumsjónarkerfið, eða “plug-in” eins og...

Lesa meira

Hofsósskirkja fær góða gjöf

Hofsósskirkju voru nýlega færðar góðar gjafir þegar hjónin Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson ásamt föður og systkinum Guðrúnar, færðu kirkjunni að gjöf tvo blómavasa til minningar um dóttur Guðrúnar og Guðmundar, Unni Bettý, sem fórst í bílslysi þann 28. ágúst 2006, tæplega 19 ára gömul. Björn Níelsson, faðir Guðrúnar, afhenti sr. Höllu Rut Stefánsdóttur, sóknarpresti á Hofsósi og Kristínu Bjarnadóttur, formanni sóknarnefndar, gjafirnar. Vasarnir eru gerðir úr járnviði og var það kunningi Björns sem renndi þá. Séra Halla þakkaði fjölskyldunni gjafirnar og þann hlýhug sem kirkjunni er sýndur með þeim. Frétt og mynd:...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal