Advertisement

Mánuður: nóvember 2018

Fjölmennur fundur með Sigurði Inga um Vatnsnesveg #711

Í gærkvöldi var almennur fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Fundurinn var haldinn á Hótel Hvítserk og var vel sóttur. Málefni fundarins var vegurinn um Vatnsnes, vegur 711. Ráðherra þótti jákvæður og sýndi áhyggjum íbúa skilning. FM Trölli var á staðnum og hljóðritaði fundinn. Upptakan verður á dagskrá FM Trölla í dag kl. 17:00. FM Trölli er á 102.5 MHz á Hvammstanga og nágrenni, en 103.7 MHz á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Einnig má hlusta á stöðina hér á vefnum. Meðal ræðumanna á fundinum var Guðrún Ósk, íbúi á Vatnsnesi sem talaði fyrir hönd íbúa, og...

Lesa meira

Verði framvegis starfræktur í samræmi við lög og reglur

Matvælastofnun vekti athygli neytenda á innköllun framleiðandans Birkihlíðar í Skagafirði á heimaslátruðu lambakjöti sem selt var á bændamarkaði á Hofsósi 30. sept. sl. Ástæða innköllunar er að slátrun fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðun var ekki framkvæmd af opinberum dýralækni. Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 13. nóvember var málið tekið fyrir og forstjóri MATÍS kom á fundinn og skýrði frá aðkomu MATÍS að markaðnum. Heilbrigðisnefnd álítur að almennt hafi tekist vel til með Bændamarkaðinn sem MATÍS stóð fyrir á Hofsósi sl. sumar, en engin kvörtun eða athugasemd barst frá neytendum vegna matvæla sem voru á boðstólnum á...

Lesa meira

167. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar í dag

167. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði. 15. nóvember 2018 kl. 17:00.  Fundurinn er opinn almenningi. Dagskrá: 1. Fundargerð 577. fundar bæjarráðs frá 23. október 2018 2. Fundargerð 578. fundar bæjarráðs frá 30. október 2018 3. Fundargerð 579. fundar bæjarráðs frá 1. nóvember 2018 4. Fundargerð 580. fundur bæjarráðs frá 6. nóvember 2018 5. Fundargerð 581. fundur bæjarráðs frá 12. nóvember 2018 6. Fundargerð 232. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17. október 2018 7. Fundargerð 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. nóvember 2018 8. Fundargerð 47. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 24. október 2018 9. Fundargerð...

Lesa meira

Súpufundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð

Súpufundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð  fimmtudaginn 22. nóvember nk. frá kl. 18:00 – 20:00. Fundarstaður: Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði. Boðið upp á súpu, brauð & kaffi á fundinum. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér: Skráning  Dagskrá: Kl. 18:00-18:10   Ný markaðsstefna Fjallabyggðar Kl. 18:10-18:25    Komur skemmtiferðaskipa Kl. 18:25-18:40   Niðurstöður ferðavenjukönnunar sem Rannsóknamiðstöð ferðamála gerði á Siglufirði sumarið 2017 Kl. 18:40-19:00  Ferðaþjónustan í Fjallabyggð staða og þróun Kl. 19:00-19:30  Kynningar úr heimabyggð Kl. 19:30-20:00 Umræður Fundarstjóri: Ólafur Stefánsson Allir...

Lesa meira

Leikhólar í samstarfi við MTR

Nemendur Tröllahóls, fjögurra og fimm ára úr Leikhólum í Ólafsfirði, heimsóttu  MTR í gær. Þau höfðu meðferðis og afhentu myndir sem starfsbrautarnemar í MTR munu svo semja sögur út frá. Myndefnið var frjálst en flestir teiknuðu fólk, til dæmis fjölskyldu sína, en sumir teiknuðu tröll og aðrar fígúrur sem ekki búa í mannheimi. Hugmyndin að þessu skemmtilega samstarfsverkefni MTR og Leikhóla eiga hjónin Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson. Hann er umsjónarmaður starfsbrautar en hún er iðjuþjálfi bæði í leikskólanum og MTR. Sögurnar með myndum verða á sýningu skólans á verkum nemenda í desember.  Myndir   Frétt og myndir:...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Torgið auglýsir

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930