Aðalgata 30 – veitingar og samkomuhús í miðbæ Siglufjarðar – stærð 701,5 m²

Í vesturhluta hússins á jarðhæð er veitingasalur fyrir um 35 manns. Þar beint fyrir ofan er einnig veitingasalur með bar. Á efri hæð er einnig annar salur eða stórt herbergi auk salerna, starfsmannarýma og geymslna. Í næsta bili austan við veitingastaðinn var áður rekin sjoppa en er það pláss nýtt sem geymslur og lager í dag. Þar svo austan við er inngangur í samkomuhúsið sem áður var kvikmyndasalur. Fyrst er þar komið að fatahengi, ræstikompu og salernum og þar innaf er um að ræða rúmgóðan sal með mikilli lofthæð, sviði, bar og svölum sem samtals tekur um 150 manns. Undir sviðinu er léleg geymsla sem telur um 93 m² af heildarstærð hússins, og þar eru ummerki um raka. Í þessum hluta eru jafnframt salerni og fatahengi. Útgangur er úr salnum út í port til austurs. Eldhús er innaf veitingastaðnum á jarðhæðinni og lítill eldhúskrókur innaf sal efri hæðar.
Húsið virðist í nokkuð góðu ástandi frá götunni séð og er vel staðsett við torgið í miðbæ Siglufjarðar. Bakatil eru hins vegar áberandi múrskemmdir á húsinu og fyrirliggjandi framkvæmdir.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingarskildu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.

Hér má sjá sögu Bíósins á Siglufirði í stuttu máli, ef smellt er á þessa slóð.

Bíóið á Siglufirði

Sjá nánari upplýsingar á fasteignarvef: Morgunblaðsins