Við sem mætum  Magnúsi Eiríkssyni hér á fleygiferð um bæinn á hjólaskíðum gerum okkur fæst grein fyrir því að hér á ferð er mikill afreksmaður á heimsmælikvarða í sinni íþróttagrein, gönguskíðum. Magnús hefur æft og keppt í skíðagöngu frá unga aldri og er ekkert að draga í land með það.

Í ár hefur Magnús unnið allar Íslandsgöngur í sínum aldursflokki sem hafa farið fram í vetur með fullt hús stiga. Íslandsgöngurnar eru 6 að tölu og hefjast á Akureyri, síðan á Ólafsfirði, Reykjavík, Hólmavík, Húsavík og enda á Ísafirði. Má bæta við hérna að Magnús mætti þrisvar sinnum til Reykjavíkur til að keppa, keppni var frestað vegna aðstæðna í tvö skipti.

Þeir feðgar Magnús Eiríksson, Ingólfur Magnússon og Eiríkur Ingi Magnússon að lokinni Vasaloppet göngunni sem haldin er árlega í Svíþjóð. Þar malaði Magnús syni sína ( eins og synirnir orðuðu það ) í sinni 20. göngu

 

28. apríl keppti Magnús í 50 KM Fossavatnsgöngunni og sigraði þar sinn flokk. Eins og sjá má á myndinni af tímatökunni er ótrúlegt afrek og standa uppi sem sigurvegari í sínum aldursflokki þar sem að mestu voru erlendir keppendur sem hafa toppaðstöðu til að æfa sína íþrótt.

Magnús æfir á hjólaskíðum yfir sumartímann. Mynd/Steingrímur Kristinsson

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir fengnar af: vef