Andrésar Andar leikarnir verða haldnir 18. – 21. apríl 2018

Leikarnir voru fyrst haldnir 1976 og hafa verið árviss atburður síðan og notið vaxandi hylli allra sem þar hafa komið nálægt, bæði barna og fullorðinna. Þetta er lang fjölmennasta skíðamót landsins, hátt í 1.000 keppendur á aldrinum 7-15 ára keppa í svigi og stórsvigi, göngu, bæði hefðbundinni og með frjálsri aðferð, að ógleymdri keppni í þrautabraut.

Fjölmargir skíðamenn eiga ljúfar minningar frá leikum liðinna ára og ekki er óalgengt að sjá fyrrum keppendur mæta brosandi með börnin sín á Andrésar leikana og flestir ef ekki allir okkar bestu skíðamenn byrjuðu sinn keppnisferil þar.

Skíðafélag Akureyrar stendur á bak við leikana og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu þeirra og á Facebook síðu leikanna.

Upplýsingar fengnar af vef Akureyrarstofu

Andrésar Andar leikarnir dagana 18. – 21. apríl!

Myndir: Fengnar af vef