Síldarminjasafn Íslands stendur fyrir árlegu námskeiði um bátavernd og viðgerð gamalla trébáta vikuna 22. – 26. október nk. Námskeiðið er ætlað iðnnemum, safnmönnum og öðrum áhugamönnum um bátavernd. Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður og forsvarsmaður Báta- og hlunnindasýningarinnar að Reykhólum sér um kennslu en Hafliði hefur áralangra reynslu af nýsmíði trébáta sem og viðgerðum gamalla. Sambærileg námskeið hafa farið fram síðastu ár og tekist afar vel til.

Unnið verður að verðgerð báta sem varðveittir eru í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og eru hluti af fastasýningu safnsins. Endursmíða þarf afturmastur á Draupni, reknetaveiðibát frá 1954. Upprunalega mastrið er illa fúið og þarf að smíða nýtt, að fyrirmynd þess gamla. Þar að auki þarf að gera við þóftur, smíða plitti, nótarennu og ganneringu (klæðningu á bönd) í Brávallabátinn, snurpunótarbát frá því um miðja tuttugustu öldina.

Hámarksfjöldi þátttakenda er sjö, þar sem nemendum er ætlað að taka fullan þátt í smíði og annarri vinnu, undir handleiðslu kennara. Umsóknarfrestur er til 10. október. Senda má tölvupóst á netfangið anita@sild.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu.

 

Af vef Síldarminjasafnsins