Í dag eru átta ár frá opnun Héðinsfjarðarganga.

Ögmund­ur Jónas­son þáverandi sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri opnuðu þennan dag fyrir átta árum Héðins­fjarðargöng fyr­ir al­mennri um­ferð. Heild­ar­kostnaður við jarðganga­gerðina var um tólf millj­arðar króna, en þetta var þá stærsta fram­kvæmd í sam­göngu­mál­um á Íslandi.

Göng­in voru graf­in úr báðum átt­um og hóf­ust ganga­spreng­ing­ar Siglu­fjarðarmeg­in í sept­em­ber 2006 og í byrj­un nóv­em­ber sama ár frá Ólafs­firði. Gröft­ur frá Sigluf­irði gekk al­mennt vel og sprengt var út til Héðins­fjarðar 21. mars 2008. Í byrj­un maí 2008 var síðan byrjað á ganga­greftri í aust­an­verðum Héðins­firði og voru tæp­lega 2 km grafn­ir frá Héðins­firði og í átt til Ólafs­fjarðar en þar var greftri hætt í lok janú­ar 2009.

 

Héðinsfjarðargöng

.

 

Frá Ólafs­firði gekk gröft­ur mis­vel og á köfl­um afar hægt vegna mik­ils vatns­inn­rennsl­is og tíma­frekra bergþétt­inga. Sprengt var í gegn til Héðins­fjarðar þann 9. apríl 2009 og tók því ganga­gröft­ur­inn alls um tvö og  hálft ár.

Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að heildarkostnaður við Héðinsfjarðargöng yrðu 7,6 milljarðar króna en áætlunin var gerð í janúar 2006.

Uppreiknuð upphafleg áætlun er 12,1 milljarðar króna en uppreiknaður heildarkostnaður nam 14,2 milljörðum króna.

 

Héðinsfjarðargöng

.

 

Héðinsfjarðargöngunum var ætlað að leiða til fjölbreyttari starfa og minna atvinnuleysis, hærri launa, lægra vöruverðs og fjölbreyttari verslunar og þjónustu og snúa við neikvæðri byggðaþróun á norðanverðum Tröllaskaga.

Háskólinn á Akureyri og Vegagerðin létu gera rannsókn á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganga. Rannsóknin í heild: Sjá hér

Þann 1. október 2018 fóru alls 804 bílar í gegnum Héðinsfjarðargöng.

 

Héðinsfjarðargöng

.

 

Vefmyndavélar vegagerðarinnar við Héðinsfjarðargöng: Sjá hér

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Gunnar Smári Helgason