Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Útskriftarnemar LHÍ í heimsókn í Fjallabyggð

18 útskriftarnemar frá Listaháskóla Íslands eru á Siglufirði og Ólafsfirði þessa dagana í listasmiðju ásamt kennara sínum, sem Aðalheiður Eysteinsdóttir hýsir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður starfar einnig sem kennari LHÍ í þessu samstarfi. Sindri Leifsson kennari hópsins sagði í viðtali við Trölla að þetta er stór hluti útskriftarnemanna, sem valdi að koma norður í tveggja vikna vinnustofu. Annar hluti nemanna er í vinnustofu í Reykjavík. „Þetta snýst mjög mikið um að tengjast samfélaginu hér og starfa með ýmsum ólíkum aðilum“ sagði Sindri. „Viðvera okkar hér er blanda af kennslu með fyrirlestrum og innlögnum frá heimamönnum, við fáum þrjár...

Lesa meira

Ráðherrafundur á Siglufirði

Í gær kom finnski utanríkisráðherrann í opinbera heimsókn til Siglufjarðar, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra Íslands. Með þeim fylgdi föruneyti frá báðum löndum. Ísland er að taka við forystu í Norðurskautsráðinu af Finnum og verður í forystu þar næstu tvö ár. Í ráðinu eru einnig hin Norðurlöndin, Rússland, Kanada og Bandaríkin. „Ráðið er einn helsti vettvangur sem fer með málefni norðurslóða og mikilvægi þess hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum, af augljósum ástæðum“ sagði Guðlaugur Þór utanríkisráðherra í viðtali við Trölla. Ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að styrkja samstarfið við hin Norðurlöndin og telur mikilvægt að...

Lesa meira

Landinn heimsótti Trölla

Í síðustu viku kom dagskrárgerðarfólk Landans frá RUV til að taka upp innslag um Trölla á Siglufirði. Það voru þau Þórgunnur Oddsdóttir spyrill og Gunnlaugur Starri Gylfason tökumaður sem komu og tóku upp viðtöl við dagskrárgerðarmenn Trölla, þá Andra Hrannar Einarsson landsstjóra Undralandsins, bræðurna Tryggva og Júlíus Þorvaldssyni og Tíu Dropa stjórana Gunnar Smára og Kristínu Sigurjónsdóttur. Einnig heimsóttu þau ljósmyndastúdíó KS Art, og vefinn Trölla.is sem „Tröllahjónin“ eiga og reka. Það er okkur hér á Trölla mikill heiður að fá heimsókn sem þessa og erum við þakklát fyrir innlitið. Þáttur Landans með þessu innslagi verður væntanlega á dagskrá...

Lesa meira

Góð helgi hjá BF liðunum

Á laugardag spiluðu strákarnir í 3.deildinni fjóra leiki. Þeir sigruðu Hauka B og Eflingu 2-0 en töpuðu 2-0 í fyrir Haukum A. Í lokaleiknum töpuðu þeir 1-2 fyrir Sindra í hörkuleik. Við þau úrslit duttu strákarnir niður í 2.sætið, stigi á eftir Sindramönnum. Stelpurnar í 3.deildinni töpuðu fyrsta leiknum á laugardag 2-0 gegn Sindra en unnu hina tvo leikina sannfærandi 2-0 gegn HK F og Bresa B. Liðið er sem stendur í 6.sæti deildarinnar. Strákarnir spiluðu einn leik í gær við Álftanes C og sigruðu 2-0. Í lokaleik dagsins sigruðu Haukar A Sindra 2-0 og því er BF liðið...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031