Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Fiskidags boðorðin

Í þættinum Undralandið sem sendur var út beint frá Dalvík í gær, lofuðum við að birta Fiskidags boðorðin hér á vefnum. 10 einföld Fiskidagsboðorð og það má segja að það að fylgja boðorðunum sé eina gjaldið sem þarf að greiða til Fiskidagsins mikla og íbúa. Við göngum vel um Við virðum hvíldartímann Við virðum náungann og umhverfið Við verjum Fiskdeginum mikla saman Við virðum hvert annað og eigur annara Við virðum útivistarreglur unglinga og barna Við erum dugleg að knúsa hvert annað Við beygjum okkur 2 sinnum á dag eftir rusli Við förum hóflega með áfengi og virðum landslög....

Lesa meira

Nýtt efni á gamaldags hljóðfæri

Í gær var Eyjólfur Eyjólfsson, umsjónarmaður Þjóðlagasetursins, við upptökur í tanki þeim sem stendur milli húsa Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði.   Eyjólfur hljóðritaði þar eigin verk sem hann hefur samið fyrir gjörningaverk, með samfélagslegri skírskotun, fyrir hollenska listakonu sem ber nafnið Wilma Marijnissen.   Sýningar á verkinu verða erlendis í september. Þar mun hópur fólks hreyfa sig innan um stóra steypu-skúlptúra á meðan tónlistin er leikin. Verkið heitir TERRA MATER, sem er latína og þýðir Móðir Jörð. Gjörningurinn er með tilvísun í forneskju og goðafræði. Wilma fékk Eyjólf til að semja og leika tónlist á langspil, sem tengist miðalda tónheimi....

Lesa meira

Pæjumótinu aflýst !

Á vef Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er nákvæm lýsing á því hvernig Pæjumót 2018 átti að fara fram. Athygli vekur þó efsta línan í þeirri frétt sem segir: ——- Pæjumóti 2018 hefur verið aflýst ——- Vafalítið þykir mörgum þetta miður, því Pæjumótið var um árabil mjög fjölmennur fjölskyldu viðburður á Siglufirði. Hugsanlega hefur vefur KF verið „hakkaður“, en miðað við þróun mála í fjölmennum viðburðum á Siglufirði í sumar, þarf þetta kannski ekki endilega að koma mikið á óvart.   Frétt: Gunnar Smári Helgason Heimild:...

Lesa meira

Bein útsending frá Dalvík

Á morgun, föstudag, mun þátturinn Undralandið sem er á dagskrá virka daga frá klukkan 13 – 16 í umsjá Andra Hrannars, verða sendur út frá Dalvík. Tilefnið er Fiskidagshátíðin sem nú stendur yfir, en sjálfur Fiskidagurinn mikli er á laugardaginn. Þátturinn verður sendur út frá hinum splunku nýja veitingastað, Norður, sem stendur við höfnina á Dalvík.   Frétt: Gunnar Smári Helgason Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir Forsíðumynd: Andri Hrannar...

Lesa meira

Næst internetið á tunglinu ?

Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda: Næst internetið á tunglinu? Svarið er: Já, merkilegt nokk, í fyrra haust kynntu rannsakendur NASA og MIT nýtt laser „long-distance data transmission system“ eða langdrægt gagnaflutnings kerfi! Kerfið hefur verið í þróun síðastliðin 3 ár og var prófað síðasta haust. Vegalengdin til tunglsins var 384.633 kílómetrar þegar tilraunin var gerð og gagnahraðinn sem náðist var 622 Mb/s !  Þetta er 4.800 sinnum meiri hraði en hingað til hefur náðst yfir þessa vegalengd. Þótt svo mikill gagnahraði í geimnum gæti eflaust hentað vel fyrir leiða tunglfara til að „stream-a“ bíómyndum, þýðir þetta líka að...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

ágúst 2018
S M Þ M F F L
« júl    
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031