Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Bændamarkaður á Hofsósi í dag

Í dag laugardag, verður haldinn jólamarkaður í gamla Pakkhúsinu á Hofsósi sem standa mun á milli kl 13-16. Lofað er góðri jólastemningu og glæsilegum varningi í alla staði. Í jólablaði Feykis var viðtal við Sigrúnu Indriðadóttur þar sem hún sagði frá markaðnum sem kominn er til að vera. Síðastliðið sumar var þrisvar sinnum haldinn bændamarkaður á Hofsósi, þar sem bændur kynntu og seldu vörur sem þeir framleiða. Þetta tókst svo vel að ákveðið var að halda markað enn á ný. Sjá einnig á...

Lesa meira

Útgáfuhóf í Gránu

Í gær var útgáfuhóf í Gránu, sem er eitt húsa Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði. Tilefnið var útgáfa bókar sem nefnist „Siglufjörður. Ljósmyndir / Photograps 1872-2018“. Bókin er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar. Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafnsins, Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri. Útgefandi er Síldarminjasafn Íslands. Bókin er framlag Síldarminjasafnsins til samfélagsins. Lesnir voru valdir kaflar úr bókinni, sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli og sýndar myndir sem fylgja þeim köflum sem lesnir voru. Á eftir var boðið upp á léttar veitingar. Fjöldi...

Lesa meira

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag, fimmtudaginn 6. desember, er dagur íslenskrar tónlistar. Af því tilefni bjóða sumar tónlistar- veitur/verslanir afslátt á íslenskri tónlist. Nokkur ný jólalög hafa komið út síðustu daga, og hér má hlýða á tvö þeirra: Friðrik Ómar – Desember http://trolli.is/wp-content/uploads/2018/11/Desember_Master-01.mp3   Stjórnin – Enn ein jól...

Lesa meira

Árlegt jólakvöld í Ólafsfirði á morgun

Hið árlega jólakvöld verður haldið á morgun, föstudagskvöldið 7. desember í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl.19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunnar gerður að göngugötu. Ýmiskonar varningur verður til sölu í jólahúsum, Pálshúsi, Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Einnig verða Kaffi Klara og Kjörbúðin opin. Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar verður til sýnis í Pálshúsi. Tónlistarfók kemur fram á svæðinu og húsum í kring. Lifandi tónlist kl.22 í Tjarnarborg! Fólk er hvatt til þess að mæta á svæðið og njóta kvöldsins í Jólabænum Ólafsfirði!   Forsíðumynd: Guðný...

Lesa meira

Fjölmenni þegar ljósin voru tendruð

Kveikt var á jólatrénu á ráðhústorgi Siglufjarðar í gær. Margt var um manninn, veður stillt og gott, frekar kalt en fólk var vel búið og var ekki annað að sjá en allir væru glaðir í bragði. Kynnir var Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp, börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar tónlistarkennara, leikskólabarn kveikti ljósin á trénu og jólasveinar komu, sungu og gáfu mandarínur. Tilkynnt var að ekki væri hægt að dansa kringum jólatréð, það væri svo mikill snjór, en nokkrir krakkar létu það ekki á sig fá, hafa sennilega ekki...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Torgið auglýsir

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031