Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Ný persónuverndarlög hafa tekið gildi

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem Alþingi samþykkti hinn 13. júní síðastliðinn tóku gildi þann 15. júlí. Á sama tíma féllu gildandi lög nr.77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga úr gildi. „Með hinum nýju lögum er innleidd almenna persónuverndarreglugerð ESB sem þekkt hefur verið undir skammstöfuninni GDPR (General Data Protection Regulation – reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB),“ segir í frétt um nýju lögin á vef dómsmálaráðuneytisins. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu...

Lesa meira

Trölli.is og iPhone / iPad

Varúð, smá nördalegt dót ! Þegar maður er á Facebook appinu í iPhone síma eða iPad spjaldi og opnar t.d. frétt frá Trölla, opnast fréttin í Facebook appinu en ekki í „venjulegum“ vafra eins og Safari, sem er innbyggður í þessi tæki. Þetta gerir Facebook til þess að notandinn yfirgefi ekki appið, sem þýðir að Facebook fær meiri umferð og heldur augasteinum okkar föstum á appinu. Þetta blessað app er hins vegar nokkuð frumstæður vafri, þannig að það er t.d. ekki hægt að stækka myndir og letur, sem getur verið pirrandi. Við þessu er eitt ráð sem ég ætla...

Lesa meira

Af hverju þarf að samþykkja „kökur“

Nýlega fengum við þessa spurningu frá lesanda. Spurningin þín – sem við reynum að finna svar við Þegar ég opna vef Fjallbyggðar, þá kemur upp gluggi þar sem fullyrt er: „Með því að heimsækja vefinn okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum“ Enginn möguleiki er gefinn til að hafna þessu á viðkomandi glugga, aðeins krafist samþykkis, svo og „Lesa meira“ þar sem vitnað er í Google Chrom og stillingar. Þar hefi ég fyrir löngu þurkað út tugi aðila sem kerfjast „köku“ -finn þó ekki fjallabyggd.is þar á meðal, er ég fór þar inn í dag og þurrkaði fleiri til viðbótar út. Ég...

Lesa meira

Framkvæmdir við Siglufjarðar flugvöll

Nú standa yfir framkvæmdir við lagfæringu flugvallarins á Siglufirði. Trölli.is hafði samband við fulltrúa hjá Isavia, og í því samtali kom í ljós að Isavia er ráðgefandi aðili varðandi framkvæmdirnar, sem annars eru alfarið á vegum Fjallabyggðar. Að mörgu er að hyggja til að hægt sé að opna flugvöllinn, alls kyns merkingar og staðlar sem þarf að uppfylla, en verkið er í fullum gangi og gengur vel. Verktakinn Árni Helgason í Ólafsfirði sér um framkvæmdir við lagfæringu brautarinnar og er gert ráð fyrir að malbikun klárist í næstu viku. Mikilvægi flugvallarins er mikið, sérstaklega fyrir sjúkraflug.  Einnig kemur hann...

Lesa meira

Olga Vocal Ensemble á tónleikum í Tjarnarborg

Þriðjudaginn 10. júlí síðastliðinn brá fréttamaður Trölla sér á tónleika með Olga Vocal Ensemble, í Tjarnarborg Ólafsfirði. Yfirskrift tónleikanna var: „IT’S A Wo-MAN’S WORLD“.     Á bakhlið dagskrárblaðs sem gestir fengu við innganginn er texti á ensku, þar sem segir meðal annars, – lauslega þýtt: „Takk fyrir að koma á tónleikana okkar! Verkefnið ‘It’s a Woman’s World’ hefur verið í bígerð nokkuð lengi og við erum stoltir af því að það kemur nú loks til Íslands! Fólk spyr: ‘Hvers vegna femínismi? Þið eruð karlmenn!’ Svarið er einfalt – við gerum þetta vegna þess að margir telja að karlmönnum...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

ágúst 2018
S M Þ M F F L
« júl    
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031