Advertisement

Höfundur: Kristín Sigurjónsdóttir

Kosningalangloka 2018

Degi fyrir kjördag er loksins farið að lifna aðeins yfir kosningabaráttunni hér í Fjallabyggð. Mikið er ég feginn að horfa á þetta frá hliðarlínunni þetta skiptið. Þetta hefur verið flöt og málefnaleg kosningabarátta á yfirborðinu hjá flestum en eins og oft áður eru einstaka menn sem missa sig í árásum á einstaklinga, bera út hræðsluáróður og óbeinar hótanir í allar áttir. Ég ber virðingu fyrir þeim sem vilja taka slaginn og fara í bæjarmálapólitíkina. Það er ekki sjálfgefið að fá gott fólk sem er tilbúið að vinna fyrir samfélagið og þetta er hörkuvinna, ég þekki það af eigin raun...

Lesa meira

Jón Valgeir Baldursson skipar 1. sæti H-listans, Fyrir Heildina

Ég er 45 ára, fæddist í Ólafsfirði og hef búið hér alla mína tíð. Eiginkona mín er Hrönn Gylfadóttir sjúkraliði saman eigum við 3 börn, Ágúst Örn 22 ára, Ívan Darri 19 ára og Sunna Karen 16 ára og búum við í Ólafsfirði ásamt heimilishundinum Ringo. Við fjölskyldan eigum nokkrar kindur og hænur og uni ég mér mjög vel í sveitinni, ég hef mikinn áhuga á útiveru, ferðalögum og notum við hjónin hvert tækifæri sem við fáum til að fara af stað með hjólhýsið okkar. Samvera með fjölskyldunni og vinum skipar mjög stóran sess í mínu lífi. Ég er pípulagningameistari,...

Lesa meira

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir skipar 1. sæti I-listans, betri Fjallabyggðar

Ágætu íbúar Fjallabyggðar, mig langar með þessari grein að kynna mig örlítið fyrir þeim íbúum sem ekki þekkja mig. Nú í sumar eru þrjú ár síðan við fjölskyldan fluttumst búferlum heim til Siglufjarðar frá Berlin í Þýskalandi. Það voru vissulega miklar breytingar fyrir okkur en engu að síður mjög góðar. Við bjuggum í Berlin í sex ár, lengst af aðeins með frumburð okkar Steingrím Árna (fæddur 2009). Jón Garðar maðurinn minn var í námi í Berlin, fyrst meistaranámi og svo í framhaldinu í doktorsnámi. Ég vann sem mannauðsstjóri hjá tónlistarhugbúnaðarfyrirtæki og var það mikil reynsla að vinna á tveimur...

Lesa meira

Helga Helgadóttir skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð

Helga Helgadóttir er 46 ára Ólafsfirðingur. Sambýlismaður Helgu er Sölvi Lárusson. Synir hennar eru, Helgi Már 27 ára, Heimir Ingi 22 ára og Aron Máni 15 ára. Helga er sjúkraliði að mennt, með BA gráðu í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands, hefur lokið þverfaglegu framhaldsnámi á háskólastigi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) og lýkur tveggja ára meðferðarmenntun í PMTO foreldrafærni í vor. Helga starfar við ráðgjöf hjá félagsþjónustu Fjallabyggðar og hefur síðastliðin 8 ár gegnt störfum bæjarfulltrúa í Fjallabyggð, átt sæti í bæjarráði og nefndum, er formaður skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) og forseti bæjarstjórnar frá desember 2016. Helga nýtur þess...

Lesa meira

Tekist á um málefni barna

Á facebooksíðu Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar birti Tómas Atli Einarsson eftirfarandi grein um málefni barna og unglinga í Fjallabyggð, hér neðan við er aðsend grein frá Sigríði Vigdísi Vigfúsdóttur sem svar við grein Tómasar. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð setur börn og ungmenni í forgang í sinni stefnuskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hækkun systkinaafsláttar vistunargjalds á leikskóla, frístundastyrkur hækkaður úr 30.000 í 40.000 kr, hækkun á niðurgreiðslu skólamáltíða og frí námsgögn fyrir grunnskólabörn. Þessi atriði eiga sér samt samhljóm meðal allra framboða. Það sem skilur stefnumál Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá hinum framboðunum í Fjallabyggð í málefnum barna og ungmenna er innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekki...

Lesa meira

Hlustaðu á FM Trölla

Vefmyndavélar

Veðrið núna

Safn

Dagatal

maí 2018
S M Þ M F F L
« apr    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031