Advertisement

Höfundur: Kristín Sigurjónsdóttir

Stemming á Kaffi Klöru Ólafsfirði

Eftir hátíðartónleika í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 17. ágúst eru allir velkomnir á Kaffi Klöru í berjakokteil og lifandi tónlist og verður opið fram að miðnætti Listamenn Berjadaga, Edda Björk Jónsdóttir sópransöngkona, Ave Kara Sillaots harmónikkuleikari og Sigrún Valgerður Gestsdóttir skemmta gestum og gangandi. Frétt og myndir:...

Lesa meira

Hátíðartónleikar Berjadaga

Föstudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.00-22.00 verður hátíð í Ólafsfjarðarkirkju þegar Bjarni Frímann Bjarnason kemur fram ásamt Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara, Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara, Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara og Veru Panitch fiðluleikara. Hér verður brugðið út af vananum með galakvöldi og reidd fram hver krásin á fætur annarri af gnægtaborði tónbókmenntanna. Kristján Jóhannsson flytur meðal annars hina frægu aríu „Vesti la giubba“ eftir Leoncavallo og hina ástsælu „Gígjan“ eftir Sigfús Einarsson. Á tónleikunum hljómar einnig hin fagra ,,Arpeggione” sónata eftir Schubert í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur og Bjarna Frímanns. Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur ennfremur sjaldheyrð þjóðlög úr ranni Haydns þar sem píanótríó Veru,...

Lesa meira

Erla Gunnlaugsdóttir ráðin skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar eins og sjá má í fundargerð Bæjarráðs. „1. 1807056 – Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar Lagðar fram umsóknir umsækjanda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Eftirtaldir sóttu um starfið: Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu. Helena H. Aspelund, kennari Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips. Umsækjendur voru öll metin hæf og voru boðuð í viðtöl. Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar tóku starfsviðtöl við umsækjendur og var Erla Gunnlaugsdóttir metin hæfust. Á 57. fundi Fræðslu- og frístundanefndar þann 9. ágúst sl. lagði deildarstjóri félagsmáladeildar fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir yrði ráðin...

Lesa meira

Hafa fitnað eins og púk­inn á fjós­bit­an­um

„Þó að spán­arsnigl­um hafi ekki fjölgað sem neinu nem­ur í sum­ar þá hafa þeir dafnað vel og fitnað eins og púk­inn á fjós­bit­an­um í vætutíð sum­ars­ins,“ skrifaði Erl­ing Ólafs­son, skor­dýra­fræðing­ur á Face­book-síðu sína, Heim­ur smá­dýr­anna, í vik­unni. Erl­ing seg­ir að al­deil­is hafi viðrað vel á snigla sunn­an­lands í sum­ar og því hafi verið bú­ist við að spán­arsnigl­ar létu á sér kræla sem aldrei fyrr. „Ekki hef­ur sú þó orðið raun­in,“ skrif­ar Erl­ing.   „Senni­lega hafa flest­ir fund­ist í Hvera­gerði. Þaðan barst mynd af ein­um sem var senni­lega sá al­stærsti sem fund­ist hef­ur hér á landi. Nokkr­ir hafa fund­ist á Akra­nesi....

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

ágúst 2018
S M Þ M F F L
« júl    
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031