Advertisement

Höfundur: Kristín Sigurjónsdóttir

Mengun frá skemmtiferðaskipum

Heitar umræður hafa skapast manna á milli í Eyjafirði um mengun skemmtiferðaskipa. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Í frétt á Vísi.is kemur fram að mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í...

Lesa meira

Bílastæði við Skálahlíð

Oft er bílum lagt þétt við Skálahlíð á Siglufirði og oft á tíðum ekki gott að fá bílastæði þar vegna fjölda bíla og þrengsla. Á fundi Bæjarráðs Siglufjarðar þann 10. júlí var lagt fram erindi Steingríms Kristinssonar, dags. 2. júlí 2018 varðandi merkinga og fjölgun bílastæða við Skálarhlíð. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.   Frétt: Fjallabyggð.is Myndir: Kristín...

Lesa meira

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum

Skíðafélag Ólafsfjarðar í samstarfi við Hjólreiðafélag Akureyrar heldur Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum á Ólafsfirði þann 21. júlí kl. 12:00. Keppnin fer fram á lokaðari braut á skíðasvæði SÓ, Tindaöxl sem er rétt fyrir ofan bæinn. Brautin er gönguskíðabraut en hefur verið lagfærð og breytt fyrir fjallahjólakeppnina til að gera hana fjölbreytta, tæknilega og skemmtilega. Einnig verður boðið uppá almenningskeppni í unglinga- og fullorðinsflokkum í sömu braut en skráning í þá keppni er hér á hri.is undir „Íslandsmót í fjallahjólreiðum – AM“ Margt verður um að vera þessa helgi á Ólafsfirði s.s. sápuboltamót og ball um kvöldið en SÓ mun sjá um barnahjólamót...

Lesa meira

Sápuboltamótið Á Ólafsfirði

Í fyrra sló Sápuboltamótið á Ólafsfirði rækilega í gegn og verður blásið aftur til leiks þann 21. júlí kl. 13.00 Á sápuboltamótinu spila fjórir menn saman í liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í liði) Lið eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi um kvöldið. Gamli góði Bakkus er leyfilegur á svæðinu, en þó skal gæta hófs. Leikreglur eru eftirfarandi:  – Þú hittir inn í markið þú skorar – 4 inn á í einu. – 2×5 mín – Refsingar eru...

Lesa meira

Magnaðar sólarlagsmyndir

Nú er sá árstími þegar sólsetrið er ægifagurt hér á landi. Í dag 11. júlí kemur sólin upp kl. 3:29 og sest kl. 23:34 en í lok þessa mánaðar rís hún kl. 4:31 og sest kl. 22:34 svo það er lag að ná fallegum sólarlagsmyndum út júlí. Vísindavefurinn er með skemmtilegar upplýsingar um sólina og stendur þar á meðal annars að sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

ágúst 2018
S M Þ M F F L
« júl    
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031