Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Nostalgía: Jóladúkar og klukkustrengir o.fl. Myndasería.

Hér áður fyrr var mikið um jólaföndur í skólastarfinu og við börnin á Sigló vorum með stórar handavinnusýningar vetur og vor. Útsaumaðir jóladúkar, og klukkustrengir voru vinsælir. Við drengirnir vorum mest í trévinnu, pússuðum fiska og hvali í ýmsum stærðum og gerðum. Í dag eru börn og unglingar mest í því að stara ofan í snjallsímann sinn og mega ekki vera að því að föndra. Man nú samt eftir að að við strákarnir vorum líka í saumavinnu og að mér fannst reyndar gaman af krosssaumsmyndum en það mátti maður ekki segja upphátt sem verðandi ungur karlmaður. Minnist einnig föndurs...

Lesa meira

Draumar í síldardósum

Þegar okkur þykir eitthvað mjög gott segjum við stundum „þetta er eins og draumur í dós“ og man ég þá sérstaklega hvað mér fannst gott að fá kokteilávexti með róma í eftirrétt á hátíðisdögum hér í denn. Þessar ávaxtadósir voru svo sem ekkert sérstakar en innihaldið var þá lúxusvara og var eins og innflutt sólskin frá Suður Afríku í sætri sósu. Man einnig að mér fannst dósirnar í Siglósíld mjög flottar, glansandi og fínar með flottu vörumerki en ég held nú að okkur Siglfirðingum hafi farið það betur að setja síld í tunnur en í dósir. Innihaldið í þessum dósum var svo sem enginn...

Lesa meira

Sunnudags pistill: Að vera Siglfirðingur…..

  Að vera brottfluttur innfæddur „útlenskur“ Siglfirðingur er ekki alltaf svo létt, sterk heimþrá er mikið tengd yndislegum barnæskuárum í fallegu og sérstöku umhverfi sem auðvitað er ekki hægt að endurlifa en gaman að minnast og það eitt dregur fram allskyns hugsanir. Það sem ég fór frá á unglingsárunum er svo allt öðruvísi en það sem ég kem í heimsókn til í sumarleyfisferðum mínum í fjörðinn fagra. Um daginn heyrið ég spjall við æskuvin minn „Jóa Budda“ Jóhann Sigurjónsson í útvarpsþætti hér á trölli.is. Hann var að segja að það sé alveg furðulegt hversu oft hann hitti Siglfirðinga og fólk sem tengist sögu fjarðarins á hinum...

Lesa meira

Furðulegar götur 4 hluti – Hús

Þessi fjórði og síðasti hluti fjallar ekki um neina sérstaka götu, við kíkjum á eyrina, sjáum ljósmyndir sem taka fram þá litadýrð sem einkennir Siglufjörð, kíkjum á hús sem halla, falleg og ljót hús og hús sem hafa fengið nýtt hlutverk og í lokin skoðum við styttur bæjarins….. sem engin nennir að horfa á……. EÐA ? Margir lesendur hér á trölli.is hafa haft gaman af þessari greinarseríu og nokkrir hafa bent á að það séu nú til einfaldar lausnir á þessu með sundurslitna götuparta út um allan bæ. Eins og t.d. að þessir partar fái einfaldlega ný eigin götunöfn. En NEI….þetta var ekki skrifað...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Torgið auglýsir

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930