Ellý Ármanns skrifar:

Að heimsækja Sigló Hótel er stórkostlegt ævintýri.   Það er sannarlega vel þess virði að keyra norður til Siglufjarðar frá Reykjavík sem tekur tæpar 5 klukkustundir í einum tilgangi og það er að njóta Sigló Hótel. Akstursleiðin norður er ægifögur og auðkeyrð sem gerir ferðalagið frábært í alla staði.

Ólýsanleg upplifun
Það er alltaf skemmtileg tilbreyting að fara í rómantíska ferð með þeim sem maður elskar.   Það er eiEllý Ármanns skrifar:
Að heimsækja Sigló Hótel er stórkostlegt ævintýri.   Það er sannarlega vel þess virði að keyra norður til Siglufjarðar frá Reykjavík sem tekur tæpar 5 klukkustundir í einum tilgangi og það er að njóta Sigló Hótel. Akstursleiðin norður er ægifögur og auðkeyrð sem gerir ferðalagið frábært í alla staði.

Í hjarta hótelsins er rómantísk setustofa sem tekur á móti gestum þegar inn er komið.

 

Veitingasalurinn er bjartur og skemmtilega hannaður þar sem útsýnið er stórkostlegt og sjárvarloftið unaðslegt.

 

Veitingastaður hótelsins yndislegur Ákveðið var að borða þriggja rétta kvöldmáltíð á veitingastað hótelsins. Réttirnir komu allir skemmtilega á óvart en þeir léku allir við bragðlaukana vægast sagt. Í forrétt var boðið upp á carpaccio sem var vel útilátið með parmesan osti, salati og furuhnetum. Skotheldur forréttur, klassískur og einfaldur.

 

Hægeldað prime af lambi ásamt rótargrænmeti með brúnni sósu bráðnaði í munni.

 

Jarðaberja skyrkakan að hætti hússins var unaðsleg og lék við bragðlaukana með espresso tvisti.

 

Morgunverðurinn æðislegur
Morgunverðarhlaðborð Sigló Hótel kom skemmtilega á óvart. Ferskleikinn var í fyrirrúmi ásamt hefðbundnum morgunverði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kaffið var með eindæmum gott og þjónustan að sama skapi.

 

Rómantík í hámarki
Sigló Hótel er með eindæmum rómantískur staður sem er tilvalinn fyrir pör, hjón eða fjölskyldur að njóta saman.

 

Lúxus alla leið
Það jafnast ekkert á við að slaka á í heitum potti Sigló Hótel sem sjá má hér á mynd og horfa yfir fjallagarðinn sem er einstakur og eftirminnilegur vægast sagt.

 

Bjart og stílhreint
Öll hönnun Sigló Hótel er til fyrirmyndar. Björt og stílhrein. Mikill sjarmi og hlýleiki starfsfólks var áberandi.

 

Herbergin fullkomin
Öll herbergi hótelsins eru rúmgóð og björt og hafa útsýni yfir einstaklega fallegan fjörðinn. Úr notalegu gluggasætinu má fylgjast með bátunum.
Nálægðin við Síldarminjasafn Íslands, gott úrval af afþreyingu, falleg náttúran og notalegt andrúmsloftið gerir Sigló að áfangastað sem hægt er að njóta allt árið um kring.

 

Sængur dúnmjúkar
Herbergin eru rúmgóð og stílhrein eins og sjá má hér á mynd. Svo má ekki gleyma að minnast á hvað sængurnar eru dúnmjúkar og rúmin einstaklega þægileg.

 

Gleymir dagsins önn
Gestir hótelsins hafa aðgang að heitum potti og gufubaði sem enginn verður svikinn af. Rómantík og vellíðan einkennir þennan dásamlega stað sem fær gesti til að gleyma dagsins önn.

 

Það má með sanni segja að ferðin á Sigló Hótel hafi verið spennandi, afslappandi en umfram allt ævintýraleg. Bæjarbúar Siglufjarðar eru brosmildir og vinalegir með eindæmum. Eftir helgardvöl sem þessa verður því ekki neitað að þessi áfangastaður norður í landi hafi skilið eftir sig minningar góðar. Leiðin liggur aftur á Sigló Hótel sem allra allra fyrst.

 

Frétt og myndir: fréttanetið.is