Feykir.is sagði frá því þann 7. júní sl., að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga.

Bletturinn er skógrækt sem Ingibjörg Pálsdóttir og Sigurður Helgi Eiríksson, búsett á Hvammstanga, byrjuðu á árið 1958. Þau hafa unnið í honum linnulaust síðan en sökum aldurs hefur þetta áhugamál ekki fengið að vaxa og dafna síðustu ár í verki og þarfnast Bletturinn mikils viðhalds og umhirðu.

Takmarkið var að ná að safna 8.500 evrum, eða rúmri milljón íslenskra króna, á Karolina Fund og á miðnætti í gær þegar söfnuninni lauk, var takmarkinu náð. Nýta á fjármagnið í að gera svæðið aðgengilegra fyrir gesti og gangandi. Gera þarf við göngustíga, lagfæra brýr yfir læki, bæta klósettaðstöðu og sláttur- og dráttarvélar þarfnast viðgerða.

 

Af Feykir.is