Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag. Skýjað verður að mestu sunnan- og vestanlands og allvíða þokuloft. Um landið norðanvert verður yfirleitt bjartviðri en þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti verður á bilinu átta til tuttugu stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands.

Snemma á morgun veður suðvestanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og skýjað á vestanverðu landinu. Annað kvöld verður þar dálítil súld en þurrt og bjart annars staðar.

Miðvikudagur 6. júní

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Skjáskot: Veður.is