Á heimasíðu Fjallabyggðar var greint frá því að frá og með 1. ágúst 2018 verður sú breyting á verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku hjá RARIK að við bætast tveir verðskrárliðir við þá taxta sem fyrir eru og hafa þeir heitin VA710 og VA730.

Breytingin er ætluð notendum sem kaupa á 11 kV háspennu eða hærri, eru með aflnotkun yfir 2 MW og 7.000 tíma ársnýtingu eða meira. Þá þurfa notendur að uppfylla 14 GWh lágmarks kaupskyldu á ári. Taxtarnir eru í boði í allt að 10 km frá afhendingarstað Landsnets.

Fyrir notkun á töxtum þessum eru sendir út reikningar fyrir áætlaða notkun í mánaðarbyrjun (byggt á kaupskyldu) og uppgjörsreikningar mánaðarmótin á eftir.

Samkvæmt reglugerð byggðri á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku nr. 98/2004 með síðari tíma breytingum, teljast viðskiptavinir sem þessir ekki til almennra notenda og eiga því ekki rétt á dreifbýlisframlagi, þrátt fyrir að vera með notkun í skilgreindu dreifbýli.

Verðskrá nr. 24 fyrir dreifingu og flutning raforku (pdf)

 

Frétt og mynd: Fjallabyggð