Hermann Ingi Gunnarsson og Ingibjörg Leifsdóttir eru bændur á Klauf í Eyjafjarðarsveit þar sem þau reka kúabú og rækta bygg. Þau eru einnig með ræktun á Borgarhóli og á Litla Hamri. Hermann er lærður búfræðingur og hefur góða þekkingu á kornrækt.

Kornþresk­ing er hafin og rækta þau bygg á um 20 hekturum, einnig hveiti, rúg og bjórbygg.

Bjór­byggið er til­raun sem unn­in er í sam­vinnu við bruggs­miðjuna Seg­ul 67 á Sigluf­irði. Ætl­un­in er að at­huga hvort hægt er að brugga úr því ef uppskeran gengur vel.

Upphaf þessarar samvinnu var þegar þeir Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn af eigendum Seguls 67 á Siglufirði og Hermann kynntust fyrir 12 árum við hjálparstörf og spænskunám í Guatemala og varð vel til vina. Gerir Marteinn sér vonir um að ef allt gengur eftir geti Segull 67 brugghús boðið upp á íslenskan úrvals bjór bruggaðan úr íslensku byggi og með hráefnum úr héraði.

.

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Segull 67/pixabay