Hrekkjavaka á upprunalega rætur sínar að rekja til heiðinna hátíða á Bretlandseyjum og hjá frændum okkar Írum, þar sem endalokum sumars og upphafi vetrar var fagnað.  Siðurinn hefur borist hingað frá Bandaríkjunum, en hátíðin á sér eldri rætur hér á landi.

Förðun og mynd: Ásdís María

 

Hrekkjavaka á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar.

Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg 1. maí hvers árs, en árið 834 var dagsetning hennar færð yfir á 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Halloween

Förðun og mynd: Ásdís María

 

Hrekkjavakan eða „Halloween“ er haldin hátíðleg víðsvegar á Íslandi og virðast margir klæða sig upp í grímubúninga og bjóða krökkum nammi á heimilum sínum.

Hátíðin, sem stundum hefur verið tengd við bandaríska menningu, virðist hins vegar verða stöðugt vinsælli á Íslandi og hefur fólk víðsvegar tekið sig saman til að skipuleggja Hrekkjavöku.

Sjá frétt: Með svöðusár á kinn

Förðun og mynd: Ásdís María


Myndir í frétt: Ásdís María
Forsíðumynd: Kristín Sigurjónsdóttir