Drusluganga verður farin á Akureyri í dag, laugardaginn 28. júlí, og hefst kl. 14. Gengið verður frá Akureyrarkirkju og niður á Ráðhústorg. Meginmarkmið druslugöngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum.

Barist er gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tíman, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu, taka afstöðu og ganga druslugönguna saman.

Sjá nánar á FB viðburði druslugöngunnar

Frétt: Akureyrarbær