Reykjavík Smooth Jazz Band hélt tónleika á Kaffi Rauðku fimmtudaginn 23. ágúst. Hljómsveitin er skipuð sex hljóðfæraleikurum sem eru: Þórarinn Sveinsson – hljómborð, Ólafur Steinarsson – bassi, Guðlaugur Þorleifsson -trommur, Árni Steingrímsson -gítar, Bolli Þórsson – flauta og Çağlar Çetin – slagverk.

Gesta söngvari með hljómsveitinni var Siglfirðingurinn Eva Karlotta Moritz Einarsdóttir, fór hún á kostum og heillaði tónleikagesti nánast upp úr skónum í orðsins fyllstu merkingu. Vel var mætt á tónleikana og var góð stemming í Rauðku þar sem tónleikagestir dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn.

Hér má sjá síma-myndband þar sem Eva Karlotta flutti hið sígilda lag Hit the road Jack sem Ray Charles gerði frægt á sínum tíma. Hlusta hér

 

Reykjavík Smooth Jazz Band ásamt Evu Karlottu og dansandi gestum.

 

 

Çağlar Çetin slagverksleikari á rætur að rekja til Tyrklands, efnaverkfræðingur að mennt og starfar sem gæðastjóri hjá Iceland Spring bottled water.

 

 

Ólafur Steinarsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri

 

 

Reykjavík Smooth Jazz Band ásamt Evu Karlottu.

 

 

Bolli Þórsson flautuleikari.

 

 

Vel var mætt á tónleikana.

 

 

Þórarinn Sveinsson hljómborðsleikari á ættir að rekja til Siglufjarðar, hann er barnabarn Óla Blöndal.

 

 

Guðlaugur Þorleifsson trommuleikari.

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir