Í ljósi umræðu síðustu daga um Klausturbars málið svokallaða og skýringu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á selahljóðinu umtalaða, skoðaði Gunnar Smári Helgason hljóðupptökuna.
Eftir að hafa hlustað á hana gaf hann út svohljóðandi yfirlýsingu.

“Ég renndi hljóðupptöku frá Klausturbarnum í gegnum ProTools upptöku tæki, og meðhöndlaði hljóðið á sama hátt og stundum er gert til að hressa upp á gamlar upptökur.

Hljóðið er óklippt og ekkert var gert til að reyna að breyta því á annan hátt en að heyra betur hvað þarna fór fram.

Ég tel mig geta fullyrt að umrætt hljóð sem SDG hefur haldið fram að sé úr stól, komi úr manni en ekki stól”.

Hér má heyra upptökuna eftir meðhöndlun Gunnars Smára.

 

“Notaði Waves E-Noise plug-in sem hentar oft vel til að hreinsa burt eða minnka aukahljóð í bakgrunni. Beitti lika Waves L2 limiter til að hægt væri að hækka styrkinn á hljóðinu aðeins”.

 

Skjáskot af Pro Tools vinnslunni