Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar unnu við það, seinni partinn í gær að setja upp eitt af ljósmyndsöfnum klúbbsins á og við menningarhúsið Tjarnarborg.

Að þessu sinni var safn mynda eftir Svavar B. Magnússon frá aurskriðunum miklu í ágúst 1988 sett upp.
Það verða liðin 30 ár frá þeim atburði nú í sumar og í tilefni þess var safnið sett upp.

Leiðarar sem halda myndunum uppi voru endurnýjaðir og tók Alda María Traustadóttir meðfylgjandi myndir af þeirri vinnu.

Klúbburinn á 3 söfn, áðurnefnt aurskriðusafn, myndir af Leiftursævintýrinu svonefnda sem er frá þeim tíma sem knattspyrnudeild Leifturs vann sig upp í efstu deild. Það safn er við Íþróttamiðstöðina, en þriðja og nýjasta safnið sem er nokkurs konar ratleikur og kynning á umhverfi fjarðarins er ekki uppi við að sinni, en verður vonandi sett upp aftur fljótlega.

Leiðarar sem halda myndunum uppi voru endurnýjaðir

 

Ánægjulegt framtak Rótarýmanna

Myndir: Alda María Traustadóttir 
Frétt fengin af facebooksíðu:Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar