Í dag er Fiskidagurinn Mikli á Dalvík og mikið um að vera þar á bæ.

FM Trölli sendi út þáttinn Undralandið með Andra Hrannari í gær, föstudag, í beinni útsendingu frá veitingastaðnum Norður, sem er nýr staður á Dalvík.

Útsendingin var tæknileg nýbreytni hjá okkur á FM Trölla, og heppnaðist vel. Andri fékk nokkra viðmælendur til sín í viðtöl og hér neðar má heyra upptökur af viðtali við Júlíus Júlíusson “Fiskidagskóng”, og Friðrik Ómar og Selmu Björns, en bæði Friðrik Ómar og Júlli hafa verið viðriðnir Fiskidaginn frá upphafi.

 

Viðtal við Júlíus Júlíusson "Fiskidagskóng" í þættinum Undralandið - í beinni frá Dalvík

Júlli “Fiskidags-kóngur” í viðtali á FM Trölla – beint frá veitingastaðnum Norður, á Dalvík.

 

Viðtal við Friðrik Ómar og Selmu Björns í þættinum Undralandið - í beinni frá Dalvík

Friðrik Ómar og Selma Björns í viðtali á FM Trölla – í beinni frá Dalvík

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir