Marteinn Haraldsson með bjórkynningu

Laugardaginn 4. ágúst koma fornbílaeigendur frá Akureyri, Ólafsfirði, Sauðárkrók og Siglufirði saman við Segul 67 á Siglufirði. það sýna þeir eðalkerrurnar frá kl. 14.00 – 17.00. Grillað verður Bratwürst að hætti hússins.

Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk.

Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan.

Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum.

Hér má skoða skemmtilega grein af Sigló.is um uppbyggingu bjórverksmiðjunar: Sjá hér

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Segull 67 og Kristín Sigurjónsdóttir