Laugardaginn 21. júlí s.l. frumflutti Siglfirðingurinn Ólafur Símon Ólafsson nokkur ljóð eftir sjálfan sig í Ljóðasetri Íslands.

Þórarinn Hannesson forstjóri Ljóðasetursins bauð gesti velkomna og kynnti Óla Símon.

Þórarinn Hannesson forstjóri Ljóðasetursins bauð gesti velkomna og kynnti Óla Símon.

 

Óli Símon er betur þekktur sem kokkur á Sigló Hóteli, en hann hefur verið að yrkja í frístundum.

Óli Símon flytur ljóð eftir sjálfan sig.

á myrkum vetri mara liggur
mennina hún brýtur
sært og opið sjálfið liggur
stoltið góða þrýtur

gef’mér styrk í gegnum daginn
get ei sjálfur barist
vil ei vera vondi gæjinn
vonin hefur farist

biðla ég til bestu vina
berjið ei á mér
bakvið þykka brynju lina
bíð ég eftir þér

í veikum mætti vil ég rísa
verja tilvist þína
viltu grýttan veginn lýsa
vernda sálu mína

 

Ljóðin eru sprottin af eigin reynslu höfundar, og Óli segist stundum yrkja til að losa um innri spennu, hér er eitt sem hann orti kringum kosningarnar.

Óli Símon í ham.

fagurgalar firra menn
fegra sálu sína
hvetja múginn hvern í senn
kuta sína brýna

falskt er vald sem falið er
fólki til að kjósa
fyrirheitin fljótt svo fer
fögru orðin frjósa

enginn maður öðrum ræður
allir upp með hnefann
berjumst núna blóðsins bræður
burtu viljum efann

ekki efast eigin þrótt
ögrun munum leggja
endum þessa ögur nótt
Ólafur og sleggja

 

Áheyrendur á Ljóðasetrinu

 

Stundin var notaleg og gestir skemmtu sér vel.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason