Fyrstu Norðurljós tímabilsins sáust í Reykjavík rétt fyrir miðnætti miðvikudaginn 15. ágúst. Þau stoppuðu mjög stutt við í það skiptið.

Helstu Norðurljósafræðingarnir búast við töluverðri Norðurljósavirkni þetta tímabilið með marglitu ívafi eins og gerist oft þegar Sólvirknin er í lágmarki 11 ára sveiflu Sólvirkninnar.

Búast má við mörgum Kórónugeilum á næstunni en þær senda frá sér aukinn efnivið fyrir ljósasýningarnar. Einnig og er rétt að geta þess að “STEVE” nýjasti meðlimur Norðurljósafjölskyldunnar með sinn fjólubláa blæ sést oftast best í sitthvorum enda tímabilsins.

Á vef Vísindavefsins kemur fram að norður og suðurljós er svokallaður sólvindur sem er straumur hlaðinna agna frá sólinni. Þegar þessar agnir nálgast jörðina fara margar þeirra að hringsóla í segulsviði jarðarinnar og ferðast jafnframt milli segulskautanna tveggja. Þegar þær rekast á lofthjúpinn í grennd við segulskautin verða norðurljósin og suðurljósin til.

Frétt: Norðurljósin.is
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir