Björg­un­ar­sveit­ir eru bet­ur sett­ar með nýj­um hóp­slysa­kerr­um. Risa­stórt tjald, sjúkra­bör­ur og ull­arteppi eru í hverj­um pakka sem er gjöf frá Isa­via. Um­ferðarslys sem fylgja fjölg­un ferðamanna eru oft viðfangs­efni björg­un­ar­fólks.

„Slys­in verða oft í dreif­býl­inu og þar þarf góð tæki, ekki síst á svæðum þar sem langt er í aðrar bjarg­ir og búnað. Við lögðumst í grein­ing­ar­vinnu og fund­um út á hvaða stöðum þess­um búnaði væri best fyr­ir komið. Þar höfðum við meðal ann­ars í huga slys sem tengja má ferðalög­um fólks um landið. Þar á oft í hlut fólk sem er alls óvant ferðalög­um, til dæm­is í mis­jöfn­um veðrum og á vond­um veg­um þar sem eru ein­breiðar brýr,“ seg­ir Smári Sig­urðsson, formaður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Í fyrri viku af­hentu full­trú­ar Isa­via Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg níu hóp­slysa­kerr­ur sem eru afrakst­ur sam­eig­in­legs verk­efn­is styrkt­ar­sjóðs Isa­via og björg­un­ar­sveit­anna. Í hverri kerru eru meðal ann­ars 18 sjúkra­bör­ur, 35 fer­metra tjald, raf­stöð, ljósa­búnaður, loft­dæla, hita­blás­ari og 30 ull­arteppi. Björg­un­ar­sveit­irn­ar sem fengu kerr­urn­ar eru í Ólafs­vík, á Pat­reks­firði, Hólma­vík, Hvammstanga, í Varma­hlíð, á Djúpa­vogi, í Vík í Mýr­dal og á Flúðum. Áður voru kerr­ur farn­ar til björg­un­ar­sveit­anna á Ísaf­irði, í Mý­vatns­sveit og Öræfa­sveit. Frá ár­inu 2011 hef­ur Isa­via lagt fram sam­tals 76 millj­ón­ir til að efla viðbúnað vegna hóp­slysa; fyrst á flug­völl­um en nú er horft til þess að styrkja viðbrögð á fjöl­förn­um ferðamanna­stöðum.

Af mbl.is