Á laugardag spiluðu strákarnir í 3.deildinni fjóra leiki. Þeir sigruðu Hauka B og Eflingu 2-0 en töpuðu 2-0 í fyrir Haukum A.

Í lokaleiknum töpuðu þeir 1-2 fyrir Sindra í hörkuleik. Við þau úrslit duttu strákarnir niður í 2.sætið, stigi á eftir Sindramönnum.

Stelpurnar í 3.deildinni töpuðu fyrsta leiknum á laugardag 2-0 gegn Sindra en unnu hina tvo leikina sannfærandi 2-0 gegn HK F og Bresa B. Liðið er sem stendur í 6.sæti deildarinnar.

Strákarnir spiluðu einn leik í gær við Álftanes C og sigruðu 2-0.

Í lokaleik dagsins sigruðu Haukar A Sindra 2-0 og því er BF liðið á toppnum í 3.deildinni fyrir síðustu túrneringuna sem verður um miðjan mars.

BF er með 24 stig, Sindri 22 stig og Haukar A 19 stig og því má búast við mikilli baráttu þegar síðasta umferðin fer fram.

Stelpurnar spiluðu tvo leiki í gær. Þær byrjuðu á að tapa fyrir Bresa 2-0 og voru því með bakið upp við vegg og urðu að vinna síðasta leikinn til að halda 6. sætinu. Sá leikur var við HK C og stelpurnar náðu með mikilli baráttu að sigra 2-1.

Þær tryggðu sér þar með 6.sætið í deildinni sem þýðir að þær munu spila í A-úrslitum síðustu mótshelgina sem er um miðjan mars.

Frábær helgi að baki og það verður gaman að fylgjast með liðunum í lokaturneringunni.
Með fréttinni fylgja myndir af liðunum en það vantaði Önnu Brynju á myndina hjá stelpunum.

Áfram BF