Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga um aflahæstu laxveiðiár landsins er Miðfjarðará sú þriðja aflahæsta á landinu með 1.422 veidda laxa en vikuveiðin gaf 364 laxa. Veitt er á 10 stangi í ánni þannig að meðaltali veiddust fimm laxar á hverja stöng á dag. Veiðin í Miðfjarðará er enn sem komið er minni en í fyrra en um svipað leyti höfðu veiðst 1.852 laxar. Alls hafa veiðst 771 laxar í Blöndu sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.074 laxar. Vikuveiðin gaf 103 laxa. Veiði í Blöndu gæti dottið niður á næstu dögum þar sem miðlunarlónið er að fyllast og þá fer áin á yfirfall sem þýðir að hún verður lituð.

Eins og áður hefur komið fram í laxveiðifréttum hér á Húnahorninu í sumar er laxveiðin í húnvetnsku laxveiðiánum heldur minni en í fyrra. Það er einna helst Hrútafjarðará og Svartá sem eru að gefa fleiri laxa nú en á sama tíma í fyrra. Alls hafa veiðst 120 laxar í Hrútafjarðará en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 80. Svartá hefur gefið 53 laxa í sumar en gaf 37 á sama tíma í fyrra.

Víðidalsá er komin í 402 laxa en í fyrra höfðu veiðst svipaður fjöldi laxa og Vatnsdalsá er komin í 244 laxa sem er örlítið minni veiði en á sama tíma í fyrra.

 

Frétt og mynd: Húnahornið