Fyrirhugað er að styttan af Gústa guðsmanni verði afhjúpuð á Ráðhústorginu á Siglufirði 13. október kl. 13.30., búið er að steypa undirstöðurnar undir styttuna.

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 frá stjórn Sigurvins – áhugamannafélagi um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði.
Þar sem óskað var eftir að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi styttunnar t.d. með gangstéttarhellum og bekkum, svo og að hanna og steypa undirstöður styttunnar.

Erindinu var vísað til deildarstjóra tæknideildar til umsagnar. Sú umsögn liggur fyrir en deildarstjóri áætlar kostnað um 2,5 til 3 milljónir króna.

Opnaður hefur verið styrktarreikningur í Arion banka á Siglufirði til að kosta gerð styttunnar og hafa margir lagt fram fé nú þegar.

Númer reikningsins er: 0348 – 26 – 2908
Kennitala áhugamannafélagsins er 500817-1000

Sjá frétt: Minnisvarði um Gústa guðsmann

 

Minnisvarðinn verður staðsettur þar sem Gústi stóð oft og hélt þrumandi ræður og gaf börnunum Jesúmyndir

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir