Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía. Það sem þarf að hafa við höndina:

Eldfast mót, pottur, bretti, hnífur. Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda Stilltu ofninn á 180°c.

Ofnæmisvaldar: Ýsa, rjómasósa (rjómi), rifinn ostur, fetaostur. 30 mínútur 

Skref 1.
Setjið 700 ml af vatni í pott og hitið að suðu. Bætið hrísgrjónum útí og leyfið þeim að sjóða í ca 15 mínútur. Framkvæmið næstu skref á meðan.
Skref 2.
Skerið paprikuna í bita og leggið til hliðar.
Skref 3.
Skerið fiskinn í 2-4 hæfilega stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar.
Skref 4.
Dreifið paprikunni yfir fiskinn og hellið sósunni jafnt yfir. Dreifið síðan rifna ostinum yfir allt, piprið örlítið og setjið í ofninn. Bakið í um 15 mínútur á 180°c.
Skref 5.
Þegar hrísgrjónin hafa soðið í 15 mínútur skal sigta þau frá vatninu og setja í skál. Setjið salatið í skál og bætið fetaostinum við. Berið fiskréttinn síðan fram ásamt hrísgrjónunum og salatinu.
Njótið vel.

LEIÐBEININGAR NÆRINGARGILDI Í 100 G 181 kcal.
| Fita: 8,5 g | Mettuð fita: 5,0 g | Kolvetni: 16,3 g | Þ.a. Sykur: 0,0 g | Trefjar: 0,9 g | Prótín: 9,9 g

 

Uppskrift og myndir af vef: Einn, tveir & elda