Þriðjudaginn 3. júlí síðastliðið sumar hófst flutningur félaga í Kvæðamannafélaginu Rímu á rammíslenskum kveðskap eins og verið hefur undanfarin sumur. Kveðskapurinn hljómaði tvisvar á dag úr turni Siglufjarðarkirkju, kl. 12:30 og aftur kl. 18:15. Hver vikudagur hafði sitt verk, þannig að þetta voru alls 7 verk.

Í gær, sunnudaginn 30. september var síðasti dagurinn sem kveðskapurinn var fluttur með þessum hætti þetta árið.

Sjá einnig frétt á trolli.is frá 3. júlí. Þar má heyra fyrsta flutning sumarsins.

 

Frétt og mynd: Gunnar Smári Helgason