KF lék sinn annan leik á Kjarnafæðismótinu í gær gegn  liði Hattar/Hugins frá Austurlandi. Leikið var á Akureyri í Boganum. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik á mótinu, KF vann KA3 4-0 og Höttur/Huginn vann Tindastól 2-0.

Sæbjörn Guðlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir Hött/Huginn.

Snemma í seinni hálfleiknum keyrði Höttur/Huginn yfir KF. Marteinn Gauti Kárason, Aron Sigurvinsson og Jakob Jóel Þórarinsson voru á skotskónum og lokatölur 4-0.

Höttur/Huginn fer vel af stað eftir að félögin sameinuðust. Höttur/Huginn, sem sendir lið til leiks í 3. deildinni í sumar, hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Kjarnafæðismótinu og er á toppnum í B-deild. KF vann KA 3 í fyrsta leik sínum, en þetta var annar leikur liðsins.

 

Heimild: Fótbolti.net