Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.  Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.  Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni.  Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.

Skriflegar umsóknir um styrk vegna ársins 2018 ásamt lýsingu á námi skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 11. júlí n.k.

Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðunni  www.hunathing.is  undir liðnum eyðublöð.

 

Frétt: hunathing.is