Í vikunni voru heilmiklar framkvæmdir á Grundargötu 3 á Siglufirði í veðurblíðunni. Það var verið að setja stærri glugga á vinnustofu myndlistarmannsins Brynju Baldursdóttur.

Hún stefnir á að nota vinnurýmið einnig sem Gallery þar sem hún hyggst sína verkin sín. Þá tekur hún niður gardínurnar og býður gesti og gangandi velkomna. Þess á milli verður hún með gardínur fyrir vinnustofunni þar sem hún kýs að vinna í næði. Hún sýnir ekki verk í vinnslu.

Brynja Baldursdóttir er menntuð annarsvegar í myndlistinni við MHÍ (sem heitir núna Listaháskólinn) og hinsvegar við Royal College of Art í London og hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín við hönnun og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 1993.

 

Byggingarfélagið Berg smíðaði og setti upp gluggana.

 

Verið að rífa gömlu gluggana úr.

 

Nýju gluggarnir.

 

Vaskir menn að störfum.

 

Nýju gluggarnir komnir í vinnustofuna.

 

Svona mun Grundagata 3 líta út að framkvæmdum loknum. Jón Steinar Ragnarsson gerði tölvuteikninguna fyrir Brynju Baldursdóttur.

 

Myndir: Brynja Baldursdóttir