Á Hvammstanga er áberandi menningarstarf á mörgum sviðum.

Það má meðal annars finna Holt menningarsetur, sem þau Sigurvald Ívar Helgason og Birta Þórhallsdóttir eiga og reka. Þau skötuhjú stjórna einnig þættinum Síld og Fiskur á FM Trölla, sem sendur er út beint frá Hvammstanga annað hvert fimmtudagskvöld kl. 19:00

Á morgun, sunnudaginn 30. september kl. 20:30, verður viðburður sem kallast “Húslestur í Holti”. Þá mun Einar Georg Einarsson vera með húslestur í stofunni í Holti.

Einar Georg Einarsson ljóðskáld og textasmiður.

 

Einar Georg er mörgum kunnur, en hann er ljóðskáld og textasmiður og hefur gefið út tvær ljóðabækur: Þá mun vorið vaxa og Hverafuglar.
Hann hefur einnig unnið mikið með tónlistarmönnum, s.s. Ólafi Arnalds og sonum sínum Ásgeiri Trausta og Steina í Hjálmum.

Holt. Mynd/Kristín Sigurjónsdóttir

 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, heitt á könnunni.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: facebooksíða Holts menningarseturs