Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Íbúðarsvæði á malarvellinum, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Breytingin felst í að svæði sem kallað er malarvöllurinn í daglegu tali verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað miðsvæðis.

Tillaga að deiliskipulagi á malarvellinum, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi malarvallarins á Siglufirði samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið er 11.500 fm að stærð og afmarkast af Eyrargötu til suðurs, Hvanneyrarbraut til vesturs, Þormóðsgötu til norðurs og Túngötu til austurs. Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja nýja íbúðabyggð með fjölbreytta stærð íbúða.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 1. júní til og með 1. ágúst 2018 auk þess mun tillaga að aðalskipulagsbreytingu hanga uppi hjá Skipulagsstofnun í Borgartún 7b, Reykjavík. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til miðvikudagsins 1. ágúst 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Fylgiskjöl með auglýsingu:

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028
Deiliskipulag Malarvöllur 1
Deiliskipulag Malarvöllur 2  

Frétt fengin af vef: Fjallabyggðar