Ingvar Á Guðmundsson skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð.

Ingvar Á Guðmundsson er 73. ára fæddur á Siglufirði.
Ingvar er kvæntur Kristínu Andersen og eignuðust þau þrjár dætur.
Ingvar er löggiltur málarameistari og einnig menntaður matsveinn frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Ingvar var sjálfstætt starfandi í byggingariðnaði, innkaupastjóri í Menntaskólanum í Kópavogi ásamt því að vera formaður Meistara- og verktakasambands byggingamanna og formaður Málarameistarafélags Reykjavíkur. Ingvar sat einnig í stjórn Landssambands Iðnaðarmanna.
Ingvar hef áður tekið virkan þátt í félagsstarfsemi í þágu Sjálfstæðismanna.
Í dag er Ingvar eldriborgari og hefur það að atvinnu að vinna í þágu eldriborgara.
Helstu áhugamál Ingvars eru ferðalög um Ísland, félags-, samfélags- og fjölskyldumál almennt. Matvæla- og vínfræði, eldamennska og tilraunir í eldhúsinu.
Helstu áherslur Ingvars eru velferð aldraðra í sveitarfélaginu, m.a. með virkri þátttöku þeirra á sviði heilsueflingar og félagslegrar samveru og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar einangrist. Hugað sé vel að öllum málum, á öllum tímum, sem snúa að þjónustu við aldraðra og sjúkra í sveitafélaginu og málefnum þeirra verði gefin farvegur um Öldungaráð og stjórnkerfi sveitarfélagsins og þannig tryggt að þiggjendur þjónustunnar séu þátttakendur í umræðum og ákvörðunum.

Frétt fengin af facebooksíðu: Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar