Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við höndina: Panna, eldfast mót, bretti og
hnífur.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda.
Stillið ofninn á 180°c og blástur.
25 mínútur

Skref 1
Skerðu þorskinn niður í jafna bita og
settu hann í eldfast mót. Smyrðu maukinu ofan á
hvern bita og settu inn í 180°c heitan ofninn í 10-15
mínútur eða þar til hann er fulleldaður.

Skref 2
Þegar fimm mínútur eru eftir af
eldunartíma þorsksins skaltu hita örlitla olíu á
pönnu og brúna furuhneturnar í 1-2 mínútur.

Skref 3
Þegar hneturnar eru tilbúnar bætirðu
spínatinu saman við og steikir í 2-3 mínútur
eða þar til spínatið hefur minnkað um rúmlega
helming.

Skref 4
Settu heitt spínatið á diskinn fyrst og
myldu fetaostinn yfir og leggðu þorskinn til hliðar
við spínatið eða ofan á.

Njótið vel!

Uppskrift: Einn, tveir & elda