Laugardaginn 14. Júlí tekur KF á móti KFG í 3. deild karla á Ólafsfjarðarvelli kl. 15:00.
Knattspyrnufélag Garðabæjar (KFG) hefur farið vel af stað í 3. deildinni og situr liðið í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði Dalvík/Reynir. KF er í 8. sæti með 10 stig, 8 stigum á eftir KFG.

Frá leik KF og KFG á Ólafsfjarðarvelli 18. júlí 2017. Mynd/Guðný Ágústsdóttir

Liðin áttust við í fyrstu umferðinni og þar hafði KFG betur 1 – 0. Þetta er jafnframt 4. skipti sem þessi lið mætast og hefur KFG haft betur í öllum viðureignunum. Það er því ljóst að KF þarf á öllum stuðningi að halda og er fólk hvatt til að mæta á völlinn og styðja sýna menn. Eins og fyrr segir fer leikurinn fram á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn og hefst hann kl. 15:00.

ÁFRAM KF!

Frétt: Andri Hrannar Einarsson
Myndir: Guðný Ágústsdóttir