KF fær Einherja í heimsókn á Ólafsfjarðarvelli klukkan 19:15 þann 26. júlí, 2018. Þetta er 12. umferð í 3. deild karla. KF tapaði fyrri leiknum á Vopnafirði 2-0 eftir mikinn baráttu leik og hefði KF átt skilið meira úr þeim leik.

Screen Shot 2018-07-25 at 17.22.19

Staða í deildinni fyrir leikinn.

KF situr í 8. sæti deildarinnar fyrir þennan leik með 13 stig og er markahlutfall KF 16 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Markaskorun liðsins hefur batnað mjög mikið í síðustu leikjum og hefur KF skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum. Einherji er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig með markahlutfall 20 skoruð og 21 fengið á sig. Einherji hefur unnið síðustu fjóra leiki, á meðan KF hefur gert jafntefli, sigrað tvo leiki og tapað einum.

Markahæðsti leikmaður Einherja er Númi Kárason með 11 mörk í 14 leikjum og hjá KF er Björn Andri Ingólfsson með 5 mörk.

KF hafði fyrir síðasta leik náð 7 stigum úr síðustu þremur leikjum og voru komnir á gott ról en fengu örlítinn skell í síðasta leik gegn Augnablik í Fífunni þar sem Augnablik skoraði sigurmarkið á 93. mínútu eftir að KF kom til baka og jafnaði í 3-3.

Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Leikir KF og Einherja hafa verið miklir baráttu leikir. Síðustu þrjár viðureignir gegn þessa liða í 3. deildinni hafa verið spjalda miklir og hafa litið dagsins ljós 5 rauð spjöld! og 18 gul spjöld! Einherji hefur sigrða alla þessa leiki og KF ekki enn tekist að skora mark. Liðin mættust á undribúningstímabilinu í vetur og þá vann KF 3-0.

KF menn mæta vel tilbúnir til leiks og ætla þeir að koma sér aftur á sigurbraut og bæta við stigasöfnunina til að koma sér í efri hluta töflunnar.

Við hvetjum ALLA stuðningsmenn KF að mæta á völlinn og styðja KF til sigurs.

ÁFRAM KF

 

Frétt: Knattspyrnufélag Fjallabyggðar