H-listinn í Fjallabyggð gerði tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar 62. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 6. nóvember 2018.

Lagt var til að systkinaafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að fyrirhugaður bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

Tillagan var borin upp til samþykktar og samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir