Mið. 4. – sun. 8. júlí verður ljósmyndasýning í sal Ráðhússins á Siglufirði sem nefnist Lífið á Siglufirði.

Sýndar verða svart/hvítar ljósmyndir sem Hannes P. Baldvinsson tók á síldarárunum. Myndir hans sýna ýmsar hliðar á mannlífi og atvinnulífi staðarins á 6. og 7. áratugnum og endurspegla ágætlega tíðarandann og orkuna sem einkenndi þetta tímabil.

Hannes var einn fjölmargra áhugaljósmyndara sem Siglufjörður hefur alið og er það í raun rannsóknarefni hve margir Siglfirðingar hafa haft þetta áhugamál í gegnum tíðina. Hannes náði góðum tökum á flestu sem viðkom tækninni og þeim viðfangsefnum sem hann glímdi við.

 

Frétt aðsend