Þann 25. maí 2018 hlaut Ida Semey styrk frá Velferðarráðuneytinu vegna verkefnisins ”Matur er manns gaman” sótt var um styrk til atvinnumála kvenna fyrir árið 2018. Afhending styrksins fór fram í Hörpu og mætti Ida þangað til að taka við styrk að upphæð 600.000 kr.

Ida rekur Kaffi Klöru á Ólafsfirði ásamt fjölskyldu og verður styrkurinn nýttur til að gera viðskiptaáætlun fyrir nýstárlega afþreyingu.

Við styrkafhendinguna

Verkefnið er hugsað til að setja upp matreiðslunámskeið fyrir ferða- og heimamenn. Ferðamenn koma til með að elda íslenskan mat en heimamenn takast á við framandi eldamennsku, Ida ætlar að nota hráefni úr nærumhverfinu eins og t.d. bjór í matreiðsluna. Það er engin álíka afþreying til á Norðurlandi.

Við hjá Trölla.is óskum Idu til hamingju með styrkinn og það verður gaman að fylgjast með þegar þessi námskeið fara af stað.

Ida mætt í Hörpu

 

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: aðsendar