Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhús upplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setjum við upp ævintýrið um Snædrottninguna.

 

Þessi hópur ólíklegra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni.

 

.

 

Kári er besti vinur Gerðu. Kári er munaðarleysingi en býr hjá ömmu hennar Gerðu. Hann hefur alltaf saknað mömmu sinnar og þegar hann hittir Snædrottninguna fyrst, fær hann á tilfinninguna að þar sé móðir hans kannski komin. Snædrottningin kastar á hann álögum og fer með hann heim í íshöll sína. Gerða lendir í klóm ræningjanna á leiðinni og alls óvíst að hún sleppi heil á höldnu frá ræningjaforingjanum.

Mun hún ná að bjarga Kára?

Ekki missa af frábæru tækifæri til að sjá heimsfrumsýningu af nýrri leikgerð á þessu vinsæla ævintýri H.C. Andersen, sem var innblástur fyrir höfunda Narníu saganna, Frozen, og margra annarra barnaævintýra.

Sýningarnar eru:

7. des kl 19 (heimsfrumsýning)
2. sýning – 8. des kl. 19
3. sýning – 9. des kl 17

Sýnt í Félagsheimilinu Hvammstanga

Miðaverð er 3000kr, 2700kr í forsölu til og með 1.desember 2018. Miðasala fer fram á vef Leikflokks Húnaþings vestra, www.leikflokkurinn.is/midar einnig verða miðar til sölu á jólamarkaðnum á Hvammstanga þann 1.desember jólamarkaðurinn er opinn frá 12:00 til 17:00

Fylgist með okkur á Facebook.

Leikflokkur Húnaþings vestra.