Laugardaginn 22. september s.l. var opnuð í Söluturninum á Siglufirði, myndlistarsýning með verkum eftir Arnar Herbertsson.

 

Úr sýningarskrá

 

Þetta er ekki fyrsta sýningin á Siglufirði með verkum Arnars. Stefnt er að því að á Siglufirði verði sýningar með verkum hans á hverju ári.

.

 

Aðstandendur Söluturnsins, hjónin Örlygur Kristfinnsson og Guðný Róbertsdóttir, vonast til þess að einnig verði þar árleg sýning á verkum Guðmundar “Góða”.

“Arnar og Guðmundur eru tveir vinir okkar sem við höldum sérstaklega mikið upp á” sagði Örlygur við opnun sýningarinnar.

 

Fjölmenni var við opnunina

 

Arnar Herbertsson er Siglfirðingur með sterkar taugar til Siglufjarðar, eins og margar af myndum hans bera með sér.

Hann var á yngri árum hluti af SÚM hópnum svokallaða, sem samanstóð af ungum uppreisnargjörnum myndlistarmönnum með sterkar skoðanir sem voru að rífa sig út úr því klassíska í myndlistinni með abstrakt málverkum.

 

Þessir menn reyndu nýjar leiðir og urðu nánast allir mjög þekktir í íslenskri myndlist og virtir jafnvel víða um heim.

 

Sýningin stendur yfir næstu þrjár til fjórar helgar, föstud.- laugard. og sunnudag frá kl. 15.00-17.00.

 

Söluturninn

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: KS/GSm